Færsluflokkur: Heimspeki

2. Þakið brennur

The roof,
the roof,
the roof is on fire

segir í smell sem heyrist oft á öldum ljósvakans.

Nú er okkur í fersku minni þegar kviknaði í þakinu á Höfða. Skelfileg tilhugsun þegar þakið brennur. Á stuttri stundu getur allt húsið fuðrað upp ef ekki tekst að slökkva eldinn með snarræði.

Það fór allt vel með Höfða - sá eldur var slökktur.

En okkur finnst að ríkið okkar sé verr sett. Hér logar eldur, það er eins og þakið brenni, og þetta er ónotaleg tilhugsun. Við vitum ekki hvernig úr þessu mun rætast, og það fyllir okkur óhug. Kannski reynum við bara að ýta þessari hugsun frá okkur og segja nógu oft: Þetta bjargast. Því áhyggjur gera okkur ekkert gott.

Þakið,
þakið,
þakið það logar

sagði slagarinn.

En það merkilega er að skáldinu finnst það bara gott. Vá! Hér er sko eldur í lagi!

Er ekki allt í lagi með þennan náunga? Datt hann á stein og rotaðist? Hvernig getur það verið gott að þakið sé að brenna?

Í ljós kemur að skáldið hugsar sér óeiginlegan eld, líkingin er: Hér er sko líf í tuskunum.

Meira um það síðar. Næst veltum við því upp hvort þessi eldur sé af hinu góða.

Framhald af "Áttu eld?" (Mbl. 2. okt. '09)
og birtist í Mbl. 11. okt. '09.

1. Áttu eld?

Kæri vinur.

Getur þú hjálpað þurfandi um eld?

Ég er þó ekki að tala um vindlinga. Ég er að biðja um eld sem hjálpar í neyð landans.

Gamall smellur talar um ástarsamband sem hófst á því að ungur maður bað laglega stúlku um eld. Skáldið leggur út af þessu og segir:

Ástin er eins og sinueldur.
Ástin er segulstál.
Af litlum neista verður oft mikið bál.

Lagið vann söngvakeppni sjónvarpsins 1981 - sem var reyndar ekki tengd Eurovision. Þetta var áður en Ísland var "memm". Pálmi Gunnarsson söng, Guðmundur Ingólfsson orti.

En ástin er ekki bara þessi rómantík milli karls og konu. Ástin er svo margt fleira. Móðurást, föðurást, vinátta  - eða geturðu verið vinur þess sem þú hatar? Í stuttu máli sagt: Kærleikurinn er hreyfiafl tilverunnar. Og segulstálið sem heldur okkur saman þegar á bjátar.

Áttu eld til að hlýja þeim sem eygja enga von?
Og hvaða eldsneyti mælirðu með, svo eldurinn kulni ekki út? Hvernig telur þú best að kveikja eldinn og viðhalda honum?

Þessi pistill var sendur Morgunblaðinu til birtingar
og birtist föstudaginn 2. október 2009.
Upphaf að greinaflokki.

Um bloggið

Fjöreggið - vertu með í fjörinu!

Fjöreggið

Fjörkálfarnir
Fjörkálfarnir

Lifir þú lífinu sprelllifandi? Fáðu þér fjöregg.. það kostar ekkert!

Pennar: Einar A.

Færsluflokkar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...5006_917296
  • egg1765006S
  • egg1765006
  • egg img11S
  • egg img11

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 178

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband